SALEK eða öfluga verkalýðsbaráttu í VR? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 9. mars 2021 07:01 Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Formannskjör í VR Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Um það snúast þessar kosningar raunverulega. Valkosturinn gæti varla verið skýrari og ætti að auðvelda valið fyrir félagsmenn VR. Helstu baráttumál mótframboðsins til formanns VR eru nánast þau sömu og SA, og fyrrum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson stóðu fyrir. Sem er norræna samningalíkanið SALEK, og að fólkið (eigendur lífeyrissjóðanna) sé ekki að skipta sér af lífeyrissjóðunum og starfsemi þeirra. Einnig að verkalýðshreyfingin sé ekki að skipta sér af pólitík eða þvælast fyrir sérhagsmunaöflum þegar þau þrýsta á stjórnvöld í að fá sínar eigin leikreglur gegnum löggjafann. Eitt af helstu loforðum mótframboðsins gæti ekki fallið betur að áhugamálum SA sem er að sundra samstöðu hreyfingarinnar. En þar er lofað að mynda ekki bandalag með ákveðnum félögum innan ASÍ fyrirfram. Og það án þess að kröfugerðir eða áherslur félaganna innan ASÍ liggja fyrir. Úr viðtali við Magnús L. Sveinsson fyrrum formann VR. „Árið 1955 fór lægst launaða fólkið í Reykjavík og Hafnarfirði í 6 vikna verkfall til að ná samningum um atvinnuleysisbætur. 6 vikna verkfall hjá lægst launaða fólkinu sem á þeim tíma átti varla fyrir mat hvað þá meiru. Þessar fórnir hjá lægst launaða fólkinu færðu öllum hinum þau réttindi sem við teljum svo sjálfsögð í dag.“ Höfum þetta í huga þegar við heyrum fullyrðingar um að ólíkir hópar eigi ekki samleið í verkalýðsbaráttu. Stærstu sigrarnir og mikilvægustu réttindin, sem við teljum sjálfsögð í dag, komu í gegnum samtakamátt heildarinnar. Samtakamátt og samstöðu ólíkra hópa. Þegar uppi er staðið erum við ekkert án hvors annars. Höfum það hugfast þegar við göngum til kosninga í VR að niðurstaðan getur haft mikil áhrif á lífskjör okkar til framtíðar. Það er hart sótt að launafólki og réttindum okkar alla daga. Öflug forysta sem sækir fram og stendur í lappirnar eru lykillinn að árangri. Kjósum áframhaldandi öfluga forystu í VR. Höfundur er formaður VR.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun