Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 82-71 | Bráðnauðsynlegur sigur Hauka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 20:48 Hansel Atencia skoraði fimmtán stig fyrir Hauka í sigrinum á Njarðvík. vísir/vilhelm Haukar unnu lífsnauðsynlegan sigur á Njarðvík, 82-71, í Domino‘s deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar voru undir í hálfleik, 37-40, en voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Njarðvík skoraði aðeins 31 stig. Allt annað var að sjá vörn Hauka en í síðustu umferð þar sem Þórsarar frá Þorlákshöfn skoruðu 116 stig gegn þeim. Haukar er enn á botni deildarinnar en eru nú aðeins tveimur stigum á eftir næstu liðum og eiga leik til góða á nokkur lið. Þetta var þriðja tap Njarðvíkinga í röð og þeir þurfa ekki bara að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppnina, heldur einnig að passa sig að sogast ekki niður í fallbaráttuna. Pablo Bertone skoraði nítján stig og tók tíu fráköst í liði Hauka. Kyle Johnson var stigahæstur Njarðvíkinga með tuttugu stig. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Johnson. Hann skoraði níu af fyrstu tólf stigum gestanna sem komust mest níu stigum yfir, 5-14. Haukar náðu þá ágætum kafla og minnkuðu muninn í tvö stig, 14-16. Njarðvík kláraði hins vegar 1. leikhlutann af krafti, skoraði níu af síðustu ellefu stigum hans og var níu stigum yfir að honum loknum, 16-25. Njarðvíkingar voru sterkari lengst af í 2. leikhluta og náðu mest tólf stiga forskoti, 27-39. Haukarnir lögðu ekki árar í bát og kláruðu fyrri hálfleikinn með 10-1 kafla og því var munurinn aðeins þrjú stig í hálfleik, 37-40. Haukar náðu þessum flotta spretti þrátt fyrir að þeirra besti leikmaður, Bertone, þyrfti að hvíla vegna villuvandræða. Njarðvíkingar leiddu framan af 3. leikhluta en eftir fimm stig í röð komust Haukar loks yfir, 56-55, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 3-2. Bertone var mjög beittur í 3. leikhluta og vörn Hauka öflug. Þeir voru fjórum stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 61-57. Haukar nýttu sér meðbyrinn í 4. leikhluta þar sem þeir voru alltaf fetinu framar. Njarðvík átti afar erfitt í sókninni og skoraði ekki í fimm mínútur í 4. leikhlutanum. Haukar spiluðu af öryggi undir lokin og voru aldrei líklegir til að missa forskotið frá sér. Á endanum munaði ellefu stigum á liðunum, 82-71, og gríðarlega mikilvægur Haukasigur staðreynd. Hart var barist í leiknum í kvöld enda mikið undir.vísir/vilhelm Af hverju unnu Haukar? Haukar voru lengi í gang í sókninni en vörnin var lengst af góð og varð betri eftir því sem á leikinn leið. Varnarleikurinn var sérstaklega góður í seinni hálfleik þar sem Haukar fengu aðeins á sig 31 stig. Njarðvíkingar áttu engin svör í sókninni í seinni hálfleik og gekk bölvanlega að setja stig á töfluna. Haukar unnu frákastabaráttuna, 50-37. Þar af tóku þeir tuttugu sóknarfráköst og skoruðu 26 stig eftir þau. Hverjir stóðu upp úr? Villuvandræði gerðu Bertone erfitt fyrir í fyrri hálfleik en hann var mjög góður í þeim seinni þar sem hann skoraði fjórtán af nítján stigum sínum. Hansel Atencia, Breki Gylfason og Brian Fitzpatrick áttu svo allir góða spretti. Hansel skoraði fimmtán stig og gaf fimm stoðsendingar, Breki skoraði átta stig og tók sjö fráköst og Fitzpatrick var með þrettán stig og tíu fráköst. Johnson var besti leikmaður Njarðvíkur. Hann skoraði tuttug stig og var sá eini sem var með púls í sókninni hjá gestunum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var fínn í 1. leikhluta þar sem liðið skoraði 25 stig. Það sem eftir lifði leiks skoraði liðið hins vegar einungis 46 stig og sóknin var afar stirð. Antonio Hester átti afleitan leik í liði Njarðvíkur. Hann skoraði aðeins ellefu stig og tók átta fráköst. Njarðvíkingar þurfa að fá miklu meira frá honum sem og öðrum lykilmönnum í næstu leikjum. Haukar nýttu aðeins fjögur af ellefu vítaskotum sínum í leiknum en það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Hauka bíður afar erfitt verkefni á fimmtudaginn, leikur gegn toppliði Keflavíkur. Á föstudaginn fara Njarðvíkingar á Sauðárkrók og mæta þar Stólunum sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Israel: Kusum ekki að vera í þessari stöðu en svona er hún Israel Martin var mjög ánægður með vörn Hauka í seinni hálfleik.vísir/vilhelm Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu verið betri, og brosmildari, í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður, sérstaklega með seinni hálfleikinn. Við héldum þeim þá í 31 stigi. Við gerðum smá breytingar og við reynum að vaxa frá leik til leiks og finna lausnir,“ sagði Israel eftir leik. „Í dag spiluðum við með lítið lið og rufum taxtinn í sóknarleik Njarðvíkur. Við þurfum bara að halda áfram að berjast og leggja hart að okkur til að ná fleiri sigrum.“ Haukar skoruðu tíu af síðustu ellefu stigum fyrri hálfleiks og voru aðeins þremur stigum undir í hálfleik, 37-40. Í seinni hálfleik voru strákarnir hans Israels svo sterkari aðilinn þar sem leikgleðin var mikil. „Við fengum meðbyr. Strákarnir byrjuðu að trúa og brosa á vellinum. Við þurftum þess. Þú þarft að hafa gaman á vellinum,“ sagði Israel. „Ég veit við kusum ekki að vera í þessari stöðu en svona er hún og við þurfum að sætta okkur við það. Í hálfleik töluðum við um að brosa og njóta þess að vera á vellinum.“ Einar Árni: Erum á erfiðum stað Einar Árni Jóhannsson segir að Njarðvíkingar þurfi að bæta leik sinn á nokkuð mörgum sviðum.vísir/vilhelm Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Haukum. Sömu sögu var ekki að segja um þann seinni. „Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik og það var gott tempó í sókninni. Þeir skoruðu síðustu sex eða átta stigin í fyrri hálfleik sem var svekkjandi og hundfúlt,“ sagði Einar Árni eftir leikinn. „En seinni hálfleikurinn svíður miklu, miklu meira en þessi kafli. Það hefði samt verið allt annað að fara inn í hálfleikinn tíu stigum yfir og geta læst leiknum í byrjun seinni hálfleiks. En við höfum ekki verið góðir í því í lengri tíma.“ Njarðvíkingum gekk bölvanlega í sókninni í seinni hálfleik og skoruðu þá aðeins 31 stig. „Í seinni hálfleik fannst mér við vera á allt öðru plani í sókninni. Við vorum hægari í okkar aðgerðum og vantaði áræðni. Við gáfum alltof mörg sóknarfráköst og það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Einar Árni. Njarðvík hefur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekkert sérstök. Einar Árni vildi ekki svara því beint hvort Njarðvíkingar væru smeykir að sogast niður í fallbaráttu. „Kannski barnaleg nálgun en fyrir mér er þetta bara næsti leikur. Það er gömul saga og ný. Við erum á erfiðum stað og höfum alveg talað um það undanfarið. Það er vilji, metnaður og löngun til að vera þarna uppi en við erum ekki þar og svolítið langt frá því. Við komumst ekkert þangað á einum leik og þurfum að bæta okkur á þónokkuð mörgum sviðum,“ sagði Einar Árni. „Ég er svekktur því mér fannst vera bæting í fyrri hálfleik og að ná ekki að fylgja því betur eftir. Að finna ekki einu sinni körfur í opnum skotum í seinni hálfleik, þar eimir kannski af skorti á sjálfstrausti.“ Dominos-deild karla Haukar UMF Njarðvík
Haukar unnu lífsnauðsynlegan sigur á Njarðvík, 82-71, í Domino‘s deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar voru undir í hálfleik, 37-40, en voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik þar sem Njarðvík skoraði aðeins 31 stig. Allt annað var að sjá vörn Hauka en í síðustu umferð þar sem Þórsarar frá Þorlákshöfn skoruðu 116 stig gegn þeim. Haukar er enn á botni deildarinnar en eru nú aðeins tveimur stigum á eftir næstu liðum og eiga leik til góða á nokkur lið. Þetta var þriðja tap Njarðvíkinga í röð og þeir þurfa ekki bara að hafa sig alla við til að komast í úrslitakeppnina, heldur einnig að passa sig að sogast ekki niður í fallbaráttuna. Pablo Bertone skoraði nítján stig og tók tíu fráköst í liði Hauka. Kyle Johnson var stigahæstur Njarðvíkinga með tuttugu stig. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og þá sérstaklega Johnson. Hann skoraði níu af fyrstu tólf stigum gestanna sem komust mest níu stigum yfir, 5-14. Haukar náðu þá ágætum kafla og minnkuðu muninn í tvö stig, 14-16. Njarðvík kláraði hins vegar 1. leikhlutann af krafti, skoraði níu af síðustu ellefu stigum hans og var níu stigum yfir að honum loknum, 16-25. Njarðvíkingar voru sterkari lengst af í 2. leikhluta og náðu mest tólf stiga forskoti, 27-39. Haukarnir lögðu ekki árar í bát og kláruðu fyrri hálfleikinn með 10-1 kafla og því var munurinn aðeins þrjú stig í hálfleik, 37-40. Haukar náðu þessum flotta spretti þrátt fyrir að þeirra besti leikmaður, Bertone, þyrfti að hvíla vegna villuvandræða. Njarðvíkingar leiddu framan af 3. leikhluta en eftir fimm stig í röð komust Haukar loks yfir, 56-55, í fyrsta sinn síðan í stöðunni 3-2. Bertone var mjög beittur í 3. leikhluta og vörn Hauka öflug. Þeir voru fjórum stigum yfir fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 61-57. Haukar nýttu sér meðbyrinn í 4. leikhluta þar sem þeir voru alltaf fetinu framar. Njarðvík átti afar erfitt í sókninni og skoraði ekki í fimm mínútur í 4. leikhlutanum. Haukar spiluðu af öryggi undir lokin og voru aldrei líklegir til að missa forskotið frá sér. Á endanum munaði ellefu stigum á liðunum, 82-71, og gríðarlega mikilvægur Haukasigur staðreynd. Hart var barist í leiknum í kvöld enda mikið undir.vísir/vilhelm Af hverju unnu Haukar? Haukar voru lengi í gang í sókninni en vörnin var lengst af góð og varð betri eftir því sem á leikinn leið. Varnarleikurinn var sérstaklega góður í seinni hálfleik þar sem Haukar fengu aðeins á sig 31 stig. Njarðvíkingar áttu engin svör í sókninni í seinni hálfleik og gekk bölvanlega að setja stig á töfluna. Haukar unnu frákastabaráttuna, 50-37. Þar af tóku þeir tuttugu sóknarfráköst og skoruðu 26 stig eftir þau. Hverjir stóðu upp úr? Villuvandræði gerðu Bertone erfitt fyrir í fyrri hálfleik en hann var mjög góður í þeim seinni þar sem hann skoraði fjórtán af nítján stigum sínum. Hansel Atencia, Breki Gylfason og Brian Fitzpatrick áttu svo allir góða spretti. Hansel skoraði fimmtán stig og gaf fimm stoðsendingar, Breki skoraði átta stig og tók sjö fráköst og Fitzpatrick var með þrettán stig og tíu fráköst. Johnson var besti leikmaður Njarðvíkur. Hann skoraði tuttug stig og var sá eini sem var með púls í sókninni hjá gestunum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkur var fínn í 1. leikhluta þar sem liðið skoraði 25 stig. Það sem eftir lifði leiks skoraði liðið hins vegar einungis 46 stig og sóknin var afar stirð. Antonio Hester átti afleitan leik í liði Njarðvíkur. Hann skoraði aðeins ellefu stig og tók átta fráköst. Njarðvíkingar þurfa að fá miklu meira frá honum sem og öðrum lykilmönnum í næstu leikjum. Haukar nýttu aðeins fjögur af ellefu vítaskotum sínum í leiknum en það kom ekki að sök. Hvað gerist næst? Hauka bíður afar erfitt verkefni á fimmtudaginn, leikur gegn toppliði Keflavíkur. Á föstudaginn fara Njarðvíkingar á Sauðárkrók og mæta þar Stólunum sem hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Israel: Kusum ekki að vera í þessari stöðu en svona er hún Israel Martin var mjög ánægður með vörn Hauka í seinni hálfleik.vísir/vilhelm Israel Martin, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu verið betri, og brosmildari, í seinni hálfleik en þeim fyrri gegn Njarðvík í kvöld. „Ég er mjög ánægður, sérstaklega með seinni hálfleikinn. Við héldum þeim þá í 31 stigi. Við gerðum smá breytingar og við reynum að vaxa frá leik til leiks og finna lausnir,“ sagði Israel eftir leik. „Í dag spiluðum við með lítið lið og rufum taxtinn í sóknarleik Njarðvíkur. Við þurfum bara að halda áfram að berjast og leggja hart að okkur til að ná fleiri sigrum.“ Haukar skoruðu tíu af síðustu ellefu stigum fyrri hálfleiks og voru aðeins þremur stigum undir í hálfleik, 37-40. Í seinni hálfleik voru strákarnir hans Israels svo sterkari aðilinn þar sem leikgleðin var mikil. „Við fengum meðbyr. Strákarnir byrjuðu að trúa og brosa á vellinum. Við þurftum þess. Þú þarft að hafa gaman á vellinum,“ sagði Israel. „Ég veit við kusum ekki að vera í þessari stöðu en svona er hún og við þurfum að sætta okkur við það. Í hálfleik töluðum við um að brosa og njóta þess að vera á vellinum.“ Einar Árni: Erum á erfiðum stað Einar Árni Jóhannsson segir að Njarðvíkingar þurfi að bæta leik sinn á nokkuð mörgum sviðum.vísir/vilhelm Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Haukum. Sömu sögu var ekki að segja um þann seinni. „Mér fannst við spila vel í fyrri hálfleik og það var gott tempó í sókninni. Þeir skoruðu síðustu sex eða átta stigin í fyrri hálfleik sem var svekkjandi og hundfúlt,“ sagði Einar Árni eftir leikinn. „En seinni hálfleikurinn svíður miklu, miklu meira en þessi kafli. Það hefði samt verið allt annað að fara inn í hálfleikinn tíu stigum yfir og geta læst leiknum í byrjun seinni hálfleiks. En við höfum ekki verið góðir í því í lengri tíma.“ Njarðvíkingum gekk bölvanlega í sókninni í seinni hálfleik og skoruðu þá aðeins 31 stig. „Í seinni hálfleik fannst mér við vera á allt öðru plani í sókninni. Við vorum hægari í okkar aðgerðum og vantaði áræðni. Við gáfum alltof mörg sóknarfráköst og það gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Einar Árni. Njarðvík hefur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekkert sérstök. Einar Árni vildi ekki svara því beint hvort Njarðvíkingar væru smeykir að sogast niður í fallbaráttu. „Kannski barnaleg nálgun en fyrir mér er þetta bara næsti leikur. Það er gömul saga og ný. Við erum á erfiðum stað og höfum alveg talað um það undanfarið. Það er vilji, metnaður og löngun til að vera þarna uppi en við erum ekki þar og svolítið langt frá því. Við komumst ekkert þangað á einum leik og þurfum að bæta okkur á þónokkuð mörgum sviðum,“ sagði Einar Árni. „Ég er svekktur því mér fannst vera bæting í fyrri hálfleik og að ná ekki að fylgja því betur eftir. Að finna ekki einu sinni körfur í opnum skotum í seinni hálfleik, þar eimir kannski af skorti á sjálfstrausti.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum