Solskjær hrósaði sínum mönnum í hástert að leik loknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 19:11 Ole Gunnar Solskjær sveif um á bleiku skýi að leik loknum í dag. Getty/Rui Vieira Ole Gunar Solskjær gat vart verið stoltari af sínum mönnum er hann mætti í viðtal eftir 2-0 sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta tap City síðan í nóvember á síðasta ári. „Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
„Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
„Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51
Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25