Fáum kraftmikla konu sem næsta formann VR Björk Guðjónsdóttir skrifar 7. mars 2021 19:01 Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Helga Guðrún Jónasdóttir gefur nú kost á sér í framboði til formanns hjá VR stéttarfélagi. Ég tel framboð hennar heillaskref fyrir þetta öfluga stéttarfélag. Helga Guðrún hefur sýnt og sannað með verkum sínum að þar fer kraftmikil og réttsýn kona. Ég treysti engum betur til forystu í VR en Helgu Guðrúnu. Fljót að greina kjarnann frá hisminu Það lýsir að mörgu leyti vel kraftinum í Helgu Guðrúnu að á árið 2012 tók hún sig upp og flutti austur land. Henni hafði boðist starf sem markaðs- og upplýsingafulltrúi hjá Fjarðabyggð. Nokkrum árum síðar var hún orðin atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu. Þessi umskipti komu mörgum á óvart, þó ekki þeim sem þekkja Helgu Guðrúnu vel. Þar sem margur sá fjarlægan landshluta, sá hún spennandi áskoranir og áhugaverð verkefni. Hún hefur síðan hrósað happi yfir því, að hafa fengið þetta tækifæri til að kynnast þessum frábæra landshluta og kraftmiklu samfélagi Austfirðinga. Helga Guðrún hefur enda alltaf átt auðvelt með að greina kjarnann frá hisminu. 300% aukning kvenráðherra Helga Guðrún var um miðjan síðasta áratug formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Sambandið var á þessum árum betur þekkt sem órólega deildin innan flokksins. Konur kröfðust breytinga og fór Helga Guðrún þar fremst í flokki. Í aðdraganda stjórnarmyndunar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003-2007 barðist hún ásamt fleirum í órólegu deildinni fyrir konum í ráðherralið flokksins, sem höfðu fram að þessu verið sárafáar. Leikar fóru svo að þrjár sjálfstæðískonur urðu ráðherrar á þessu kjörtímabili. Aukning á milli kjörtímabila var 300%. Lausnarmiðuð á þverpólitískum grunni Að þessum slag loknum yfirgaf Helga Guðrún landsmálin og helgaði sig þátttöku í nærsamfélagi sínu í Kópavogi og hefur hún setið m.a. í lista- og menningarráði, félagsmálaráði og jafnréttisnefnd bæjarfélagsins. Í gegnum þessi trúnaðarstörf hefur Helga Guðrún sýnt og sannað málefnalega og faglega hæfni í þverpólitísku samstarfi. Á þessa hæfni hefur reynt hjá henni á mun fleiri sviðum, en auk nefndarstarfa hjá kópavogsbæ hefur Helga Guðrún verið formaður Kvenréttindafélags Íslands, varaformaður hjá Almannatengslafélagi Íslands og setið í stjórn Landverndar. Allt eru þetta dæmi um trúnaðarstörf þar sem reynir á heilindi fólks og lausnarmiðuð vinnubrögð og mikilvægt er að flokkspólitískar áherslur villi mönnum ekki sýn. Það lýsir síðan Helgu vel að þegar hún réðst til Fjarðabyggðar ákvað hún að segja sig frá stjórnmálastarfi. Henni fannst það ekki fara saman að sinna kynningarmálum fyrir sveitarfélagið og að vera í stjórnmálaflokki. Ég get af heilum hug mælt með Helgu Guðrúnu sem kraftmiklum, víðsýnum og lausnarmiðuðum foringja fyrir VR. Höfundur er verkefnastjóri.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun