Fótbolti

Neymar gæti náð leiknum gegn Barcelona á miðvikudag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Neymar liggur meiddur á vellinum í leik gegn SM Caen í franska bikarnum 10. febrúar síðastliðinn.
Neymar liggur meiddur á vellinum í leik gegn SM Caen í franska bikarnum 10. febrúar síðastliðinn. John Berry/Getty

Mauricio Pochettino, stjóri franska liðsin Paris Saint-Germain, segir að brasilíska stórstjarnan Neymar gæti verið búinn að ná sér af meiðslum þegar liðið mætir Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í París næstkomandi miðvikudag, en Neymar hefur verið frá síðan 10. febrúar.

Paris Saint-Germain spilar gegn Brest í franska bikarnum í kvöld, en ljóst er að Neymar mun ekki spila þann leik.

Neymar hefur lengi verið orðaður við endurkomu til Barcelona, en hann lék með liðinu frá 2013 til 2017 þar sem ahnn myndaði eitrað sóknarþríeyki með Lionel Messi og Luis Suárez.

PSG og Barcelona mættust í fyrri umferð 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar 16. febrúar síðastliðinn, en þá vann PSG sannfærandi 1-4 útisigur og eru í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna. 

Það er því mögulega óþarfi fyrir Pochettino að flýta sér of mikið að koma Neymar aftur inn á völlinn.


Tengdar fréttir

Magnaður Mbappé sökkti Messi og fé­lögum á Ný­vangi

Paris Saint-Germain gerði sér lítið fyrir og vann 4-1 útisigur á Nývangi í Katalóníu er það heimsótti Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ekki var að sjá að PSG saknaði brasilísku stórstjörnunnar Neymar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×