Haukastúlkur gerðu í dag góða ferð á Akureyri og sóttu eitt sti á erfiðan útivöll. KA/Þór eru í harðri toppbaráttu við Fram og hefðu gjarnan vilja sækja bæði stigin til að setja pressu á Framstúlkur sem spila í þessum töluðu orðum við ÍBV.
Sara Odden spilaði vel í liði Hauka í dag, en hún skoraði níu mörk og gaf auk þess fjórar stoðsendingar.
Rut Jónsdóttir var allt í öllu í liði KA/Þórs, en hún skoraði 11 mörk úr 12 skotum og bjó til 11 færi fyrir liðsfélaga sína, þar af voru sex stoðsendingar.
Eins og komið hefur fram var leikurinn jafn og spennandi frá fyrstu mínútu, og mestur var munurinn þrjú mörk, heimakonum í vil. KA/Þór náði þó ekki að hrista gestina af sér og niðurstaðan í þessum hörkuleik því jafntefli.
KA/Þór eru sem fyrr segir í harðri toppbaráttu við Fram, og nú þegar fer að styttast í annan endan á mótinu gæti það reynst dýrkeypt að hafa ekki tekið stigin tvö á heimavelli.
#olisdeildin
— Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) March 6, 2021
LEIK LOKIÐ
HAUKAR KA/Þór
27-27 MH Sara 9 Birta 6 Berta, Ragnheiður og Rakel 3 VS Annika 15/1 Þökkum @kathorhandbolti fyrir leikinn ÁFRAM HAUKAR #handbolti #haukarfélagiðmitt #pumaísland #seinnibylgjan