Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 12:44 Íslenski hrossastofninn nær vonandi að verja sig fyrir þessum alvarlega sjúkdómi, sem geisar nú í Evrópu. Fjöldi hrossa hefur drepist þar og mörg eru mjög alvarlega veik. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður. Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður.
Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira