Klopp, Solskjaer og Guardiola hafa áhyggjur af sóttkví leikmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2021 16:00 Jürgen Klopp og Pep Guardiola faðmast eftir leik Liverpool og Manchester City á dögunum Peter Byrne/Getty Nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni hafa áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í 10 daga sóttkví eftir komandi landsleikjahlé. Meðal þeirra eru Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, Pep Guardiola, þjálfari Manchester City og Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United. Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista. Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira
Reglur í Englandi kveða á um að allir þeir sem koma inn í landið frá löndum af svokölluðum rauðum lista vgna kórónuveirunnar, þurfi að fara í 10 daga sóttkví. Meðal landa á þessum rauða lista eru Portúgal, öll Suður-Ameríka og nokkur Afríkulönd. Nú þegar að stutt er í næsta landsleikjahlé hafa nokkrir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni áhyggjur af því að leikmenn þeirra þurfi að fara í sóttkví við komuna til baka og geti því misst af mikilvægum leikjum í deildinni. Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, gekk svo langt að hann sagðist ætla að banna leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni ef það þýddi að þeir þyrftu að fara í 10 daga sóttkví. "It makes no sense..." Pep Guardiola says he will stop Manchester City players from joining up with their international teams this month if they are required to quarantine for 10 days on their return. pic.twitter.com/yiV6i6i7Wz— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 5, 2021 Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, tekur í sama streng og segir að það sé ekki hægt að geðjast öllum. „Leikmennirnir fá borgað frá félögunum og það þýðir að við þurfum að vera efstir í forgangsröðinni,“ sagði Klopp. „Ég held að allir geti verið sammála um það að við getum ekki leyft leikömmun að fara og spila fyrir sína þjóð, koma svo til baka og þurfa að vera í 10 daga sóttkví á hóteli. Það er ekki mögulegt.“ Ole Gunnar Solskjaer, þjálfari Manchester United, var ekki jafn harðorður, en var þó sammála kollegum sínum. Solskjaer sagði að leikmönnum sínum yrði ráðlagt að ferðast ekki og sagði að það væri óskiljanlegt ef leikmenn fara í landsliðsverkefni og þurfi að vera frá liðinu í 10 daga við heimkomu. Fleiri þjálfarar hafa tekið í sama streng, þar á meðal Steve Bruce, þjálfari Newcastle, og Carlo Ancelotti, þjálfari Everton. Ljóst er að þetta gæti haft áhrif á fjölda liða, en alls eru sjö lið sem eru með þrjá eða fleiri leikmenn sem eru frá löndum sem eru af þessum rauða lista.
Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira