Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 21:39 Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala. Stöð 2 Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi. Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09