Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 21:39 Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítala. Stöð 2 Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi. Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Til stendur að greining sýna úr skimuninni færist til Danmerkur eftir að ríkið tók við henni af Krabbameinsfélaginu um áramótin. Læknaráð Landspítalans, yfirlæknar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn hafa lýst áhyggjum af þeirri ákvörðun og kallað eftir því að greiningin fari fram hér á landi áfram. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í gær að Landspítalinn hefði vísað verkefninu frá sér þegar ráðuneytið leitaði til hans síðasta sumar. Það sagði Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir meinafræðideildar Landspítalans, misskilning í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ráðuneytið hefði sent fyrirspurn í fyrra um hvað það kostaði að greina frumusýni á meinafræðideildinni og hvort að sýnafjöldi dygði til þess að halda uppi hæfni starfsfólks til framtíðar. Jón Gunnlaugur sagðist ekki hafa skilið bréfið sem ósk um að deildin tæki verkefnið að sér. Svar spítalans þá hafi verið að meinafræðideildin hefði hvorki sérhæfðan búnað né mannskap til þess að greina sýnin. Á þeim tíma sem bréfið barst segir Jón Gunnlaugur að stjórnendur spítalans hefðu ekki vitað betur en að Krabbameinsfélagið ætlaði að sinna greiningunni áfram eða að til stæði að færa hana þaðan. „Við settum í þetta bréf að við teldum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði Jón Gunnlaugur. Þyrftu mannskap, búnað og húsnæði við hæfi Landspítalinn kannar nú möguleikann á að taka við greiningunni eftir að ráðuneytið sendi nýtt erindi þess efnis. Jón Gunnlaugur segir að til þess að svo yrði þyrfti að ráða sérhæft starfsfólk sem hefur menntun og reynslu til að greina sýni af þessu tagi. Þá þyrfti tækjabúnað, hvort sem hann yrði leigður eða keyptur. Væntanlega væri slíkur búnaður enn til hjá Krabbameinsfélaginu. Velti Jón Gunnlaugur upp möguleikanum á að fá tæki, starfsfólk og jafnvel húsnæðið sem Krabbameinsfélagið notað við greiningu sýna. „Ég er ekki að fullyrða að við getum tekið þetta að okkur. Við myndum reyna að gera það og svara því til ráðuneytisins,“ segir hann. Tók hann undir áhyggjur yfirlækna af því að greiningin færi úr landi. Sagðist hann telja það synd að verkefnið færi úr landi ef sérþekking væri til staðar á Íslandi. Hann dragi þó ekki í efa að dönsk rannsóknarstofa gæti sinnt greiningunni vel og rök gætu verið fyrir því að flytja greininguna úr landi. Hann teldi þó ástæður sem hafa verið gefnar upp fyrir því að flytja greininguna úr landi ekki standast, þar á meðal að öryggi sjúklinga væri ógnað ef greiningin færi fram hér á landi. „Mér finnst það vera dálítið vafasamt,“ sagði hann. Ákvörðunin um hvort greiningin verði áfram á Íslandi eða flytjist úr landi sé á hendi ráðuneytisins þegar það er komið með allar upplýsingar í hendur frá Landspítalanum. Rætt hafi verið um að spítalinn svari erindi ráðuneytisins fyrir 15. mars en óvíst væri hvort að það næðist fyrir þann tíma.
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44 Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. 2. mars 2021 17:44
Læknafélag Íslands segir mikilvæg störf færð úr landi Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 27. febrúar 2021 14:09