Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:02 Stefán Franz Jónsson, eigandi 100kr.is, er sonur kaupsýslumannsins Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem sjálfur átti dollaraverslanir í Bandaríkjunum um aldamótin. Aðsend „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. Stefán er 23 ára og hefur lengst af búið í Bandaríkjunum, þar sem hann útskrifaðist með BS-próf í hagfræði og viðskiptum. Hann segir að hugmyndin að 100kr.is hafi kviknað út frá svokölluðum „Dollar stores“ sem algengar eru vestanhafs, þar sem allar vörur kosta yfirleitt einn bandaríkjadal. Undirbúningur hófst svo í janúar og verslunin opnaði nú í mars. Hún er eingöngu vefverslun en er með bækistöðvar á Fosshálsi. Íslendingar æstir í góðan díl En hvernig gengur það upp að bjóða svona lágt verð hér á Íslandi? Stefán kveðst hafa farið á stúfana og keypt upp vörulagera. „Það eru oft fullir lagerar, vörurnar kannski „out of season“ eða matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag.“ Stefán segir verslunina hafa gengið afar vel og margt hafi þegar selst upp. „Mér líður eins og fólk sé glatt því að á Íslandi er allt svo svakalega dýrt og þegar fólk sér góðan díl er það æst í að nýta sér hann,“ segir Stefán. „Og svo er spurningin, þegar við erum búin með vörurnar hér, hvert næsta skref er. Nú er ég að horfa í kringum mig og spyrjast fyrir.“ Ekki þurft að sækja í reynslubankann hjá pabba Faðir Stefáns er kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem meðal annars rak dollaraverslanir í Bandaríkjunum undir merkjum Bill‘s dollar stores og Bonus dollar stores um aldamótin. Stefán segir að hann hafi hingað til ekki sótt í reynslubanka pabba síns í þessum efnum. „Hann er náttúrulega mjög mikið „Bónus“ og gerði það sjálfur svo hann hefur hvatt mig mikið til að prófa þetta. Hann hefur ekki hjálpað beint en ef þetta gengur vel er aldrei að vita hvað gerist.“ Neytendur Verslun Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira
Stefán er 23 ára og hefur lengst af búið í Bandaríkjunum, þar sem hann útskrifaðist með BS-próf í hagfræði og viðskiptum. Hann segir að hugmyndin að 100kr.is hafi kviknað út frá svokölluðum „Dollar stores“ sem algengar eru vestanhafs, þar sem allar vörur kosta yfirleitt einn bandaríkjadal. Undirbúningur hófst svo í janúar og verslunin opnaði nú í mars. Hún er eingöngu vefverslun en er með bækistöðvar á Fosshálsi. Íslendingar æstir í góðan díl En hvernig gengur það upp að bjóða svona lágt verð hér á Íslandi? Stefán kveðst hafa farið á stúfana og keypt upp vörulagera. „Það eru oft fullir lagerar, vörurnar kannski „out of season“ eða matvörur sem eru að nálgast síðasta söludag.“ Stefán segir verslunina hafa gengið afar vel og margt hafi þegar selst upp. „Mér líður eins og fólk sé glatt því að á Íslandi er allt svo svakalega dýrt og þegar fólk sér góðan díl er það æst í að nýta sér hann,“ segir Stefán. „Og svo er spurningin, þegar við erum búin með vörurnar hér, hvert næsta skref er. Nú er ég að horfa í kringum mig og spyrjast fyrir.“ Ekki þurft að sækja í reynslubankann hjá pabba Faðir Stefáns er kaupsýslumaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, sem meðal annars rak dollaraverslanir í Bandaríkjunum undir merkjum Bill‘s dollar stores og Bonus dollar stores um aldamótin. Stefán segir að hann hafi hingað til ekki sótt í reynslubanka pabba síns í þessum efnum. „Hann er náttúrulega mjög mikið „Bónus“ og gerði það sjálfur svo hann hefur hvatt mig mikið til að prófa þetta. Hann hefur ekki hjálpað beint en ef þetta gengur vel er aldrei að vita hvað gerist.“
Neytendur Verslun Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Sjá meira