„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. mars 2021 08:10 Mikil jarðskjálftavirkni er nú á Reykjanesskaganum og virðist ekkert lát vera á skjálftunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira