Marco Rose, þjálfari Gladbach, mun taka við Borussia Dortmund í sumar og því um forvitnilegan leik að ræða. Leikurinn var stál í stál og staðan enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks.
Í síðari hálfleik skoraði Erling Braut Håland á 53. mínútu en markið var dæmt þar sem brot átti sér stað í aðdraganda marksins. Hin stjarna Dortmun, Jadon Sancho, kom Dortmund hins vegar yfir á 66. mínútu.
8 goals, 7 assists in 13 games for Jadon Sancho in 2021 pic.twitter.com/pWxQC0xPmr
— B/R Football (@brfootball) March 2, 2021
Staðan orðin 1-0 og reyndist það eina mark leiksins. Mahmoud Dahoud nældi sér í sitt annað gula spjald í uppbótartíma en tíu leikmenn Dortmund héldu forystunni og liðið því komið áfram í undanúrslit bikarsins.