Svo er greint frá í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Á Norður- og Austurlandi er spáð hægviðri og að mestu leyti þurru veðri framan af degi.
Seinnipartinn má síðan búast við að það þykkni upp með slyddu eða snjókomu og í kvöld bætir svo einnig í vind. Hiti verður um frostmark.
„Á morgun er spáð suðaustan strekkingi með suður- og vesturströndinni og rigningu eða slyddu af og til, en hægari og þurrt að kalla í uppsveitum. Á Norður- og Austurlandi léttir til og verður víða vægt frost þar.
Það er síðan skemmst frá því að segja að á fimmtudag og föstudag er spáð aðgerðalitlu veðri, fremur hægur vindur og lítil eða engin úrkoma á landinu.
Á Íslandi telst mars vera fjórði og síðasti vetrarmánuðurinn í veðurlegu tilliti og getur hæglega verið illviðrasamt. Það má því segja að veðrið nú þessa vikuna sé með rólegra móti miðað við árstíma,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu:
Suðaustan 3-10 m/s og dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands, bætir í úrkomu eftir hádegi. Hægviðri og þurrt á Norður- og Austurlandi, en þykknar upp með slyddu eða snjókomu seinnipartinn og gengur í norðaustan 8-15 þar í kvöld. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark fyrir norðan og austan.
Suðaustan 8-13 m/s á morgun á Suður- og Vesturlandi og lítilsháttar rigning eða slydda. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjartviðri og frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 m/s á Suður- og Vesturlandi og dálítil rigning eða slydda, einkum við ströndina. Hiti 0 til 5 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, bjartviðri og frost 0 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt 3-10. Skýjað á landinu og lítilsháttar væta við suður- og vesturströndina. Hiti 0 til 6 stig, mildast við sjóinn.
Á föstudag:
Fremur hæg sunnanátt og víða bjart veður, en skýjað og dálítil rigning um tíma suðvestantil á landinu. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Austlæg átt, rigning með köflum og hiti 1 til 5 stig, snjókoma eða slydda um tíma á norðanverðu landinu og vægt frost.
Á sunnudag:
Hæg suðlæg átt og dálítil væta, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 1 til 6 stig.