Kvíði og hræðsla eðlileg viðbrögð við jarðhræringum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 20:20 Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga að undanförnu og hafa skjálftar fundist víða á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Sálfræðingur segir kvíða og hræðslu vegna jarðhræringa vera ósköp eðlileg viðbrögð við jarðhræringum eins og þeim sem hafa verið á Reykjanesskaga upp á síðkastið, og fundist víðar um land. „Við erum óvön því að jörðin sé að skekjast svona, þannig að það er eðlilegt að við finnum fyrir þessari óttatilfinningu,“ segir Anna Sigríður Jökulsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Anna Sigríður segir að óttatilfinning vegna skjálftanna geti stafað af því að kvíðaviðbragð sé að kvikna hjá fólki, enda sé það óvant jarðhræringum sem þessum. „Það er í raun vírað í okkur að það kviknar þegar eitthvað óvanalegt er að gerast, eða það er líklegt að eitthvað sem hefur áhrif á velferð okkar gæti verið að gerast. Hins vegar þá er kvíðaviðbragðið sjálft ekkert hættulegt, það er bara óþægilegt,“ segir Anna Sigríður. Anna Sigríður segir þá það að bregðast við eins og meiri hætta sé á ferðum en raunverulega er geti valdið aukinni óþæginda- eða kvíðatilfinningu. „Því þá fer óttaviðbragðið okkar kannski að virkjast í tíma og ótíma því heilinn heldur þá í raun og veru að það sé svona mikil hætta á ferðum,“ segir Anna Sigríður. Mikilvægt að taka á kvíða barnanna Anna Sigríður telur þá mikilvægt fyrir kvíða barna vegna jarðhræringa að fullorðið fólk bregðist við í samræmi við hvað er að gerast. „Þegar það eru skjálftar sem hrista hér aðeins og það er ekki ástæða til að bregðast neitt meira við heldur en að bíða það af sér, þá er mikilvægt að segja þeim það.“ Hún segist þá telja gott að spyrja börnin hvað þau séu raunverulega hrædd um að gerist, þar sem ótti barna snúi stundum að einhverju sem getur ekki eða mun ekki gerast. Gott sé að gera börnum grein fyrir því að þau séu jafn örugg í skólanum og heima. „Það er brugðist við eins og þarf að gera, hvort sem þau eru þar eða heima hjá sér. Þau halda kannski að jörðin sé að gera eitthvað sem hún er ekki að gera. Það er mikilvægt að vita hvað það er sem þau eru hrædd um,“ segir Anna Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Geðheilbrigði Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent