Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 19:01 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“ Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“
Alþingi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira