Engin breyting var versta niðurstaðan Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 13:02 Breiðablik og FH spila í 12 liða efstu deild í sumar, alls 22 umferðir. Tillögur um að breyta fyrirkomulaginu fyrir tímabilið 2022 voru felldar á ársþingi KSÍ. „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“ Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Kosið var um tvær tillögur að breytingum á deildinni á ársþingi KSÍ um helgina en hvorug hlaut nægt fylgi. Tillaga stjórnar KSÍ gerði ráð fyrir að hafa áfram 12 lið í deildinni en fjölga leikjum um fimm fyrir hvert lið, með því að skipta deildinni í tvennt að 22 umferðum loknum og spila úrslitakeppni. Tillaga Fram snerist um að fjölga liðum úr 12 í 14 svo að hvert lið fengi 26 leiki. Leikmenn vilja fjölga leikjum Báðar tillögur nutu meirihlutafylgis en lagabreytingatillögur á borð við þessar þurfa 2/3 hluta atkvæða. Hvorug tillagan náði þeim fjölda. „Ég get ekki talað fyrir hönd allra leikmanna en af samtölum mínum við þá að dæma er þetta versta niðurstaðan; engin niðurstaða,“ segir Arnar Sveinn. Fyrir rúmu ári síðan gerðu Leikmannasamtök Íslands könnun á meðal leikmanna í efstu deild karla þar sem fram kom að mikill meirihluti, eða 93,5% þeirra sem tóku afstöðu, vildu fjölga leikjum í deildinni. Eins og á ársþingi KSÍ voru hins vegar skiptar skoðanir um með hvaða hætti ætti að fjölga leikjum. Leikmannasamtökin munu á næstunni senda út nýja könnun meðal félagsmanna til að kanna afstöðu til breytinga, bæði í efstu deild karla og kvenna. „Við erum hálft árið að æfa og spila æfingamót. Það er kominn tími og rúmlega það á að þessu verði breytt. Það er miður að það hafi ekki tekist að koma því í gegn núna en það er ekki útséð með að það komi tillaga sem gæti tekið gildi strax frá og með næsta ársþingi. Miðað við hvernig umræðurnar voru á þinginu finnst mér þó ansi langt á milli ákveðinni aðila. Umræðan varð fljótt pínu leiðinleg og ekki til að sameina menn,“ segir Arnar Sveinn. Á að taka málið úr höndum þingsins? „Það er gegnumgangandi þannig að allir vilja sjá breytingar og fleiri leiki en þetta endar með pattstöðu og við komumst ekki áfram. Þá er spurningin; á að taka þetta úr höndum þingsins og setja þetta í hendur faghóps sem fengi fullt umboð til að ákveða niðurstöðu? Það væri þá svipað og stjórn KSÍ gerði enda starfar hún í umboði félaganna, en tillaga hennar var svo felld. Hvenær verðum við öll sammála? Það eru alltaf einhverjir hagsmunir sem þvælast fyrir, þó að menn segi að þeir trufli ekki. Þetta er erfitt þegar það eru raunverulegir hagsmunir í húfi og kannski er núverandi farvegur ekki réttur til að taka þessa ákvörðun,“ segir Arnar Sveinn. Leikmenn ekki með í ráðum Arnar Sveinn bendir á að það sé miður að í starfshópnum sem stjórn KSÍ skipaði, og lagði fram fyrrgreinda tillögu um úrslitakeppni, hafi ekki verið neinn fulltrúi leikmanna: „En það er svo sem gömul saga og ný – leikmenn mæta afgangi þegar verið er að skoða hluti sem tengjast fótboltanum.“
Pepsi Max-deild karla KSÍ Tengdar fréttir Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31
Tekst að knýja fram breytingar á Pepsi Max deild karla? Hugsanlega mun aðeins ein tillaga af fjórum standa eftir um breytingar á úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni, þegar fulltrúar knattspyrnufélaga landsins ganga til kosninga á laugardaginn. Óvissa ríkir um hvort nokkur breyting verði samþykkt. 25. febrúar 2021 12:31
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn