Konur á landsbyggðunum Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa 1. mars 2021 09:31 Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar