Samkvæmt upplýsingafulltrúa Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra eru rúmlega tuttugu manns í sóttkví.
Þá greindist einn á landamærunum í gær og er mótefnamælingar beðið.
Covid.is, upplýsingasíða almannavarna og landlæknis um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, er ekki uppfærð um helgar. Nánari upplýsingar um fjölda sýna, nýgengi og aðrar ítarlegar upplýsingar verða því aðgengilegar á vefnum klukkan ellefu á mánudaginn.