Gummi Ben um City: „Eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 City fagna í Búdapest, þar sem fyrri leikurinn fór fram. Manchester City FC/Getty Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi og -spekingur, segir að yfirburðir Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni hafi verið rosalegir. Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira
Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hunsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira