Gummi Ben um City: „Eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2021 09:01 City fagna í Búdapest, þar sem fyrri leikurinn fór fram. Manchester City FC/Getty Guðmundur Benediktsson, knattspyrnulýsandi og -spekingur, segir að yfirburðir Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni hafi verið rosalegir. Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Gummi Ben var gestur þeirra Henry og Rikka Gje í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag þar sem strákarnir gerðu upp Meistaradeildinni í vikku. Rikki sá ekki leik City og Borussia og Gummi lýsti honum á þennan hátt: „Ég skal segja þér nákvæmlega hvernig þessi leikur var því ég horfði á þennan leik líka. Þetta var í alvöru eins og aðallið væri að spila á móti öðrum flokki á æfingu í að halda bolta og það væri ekki mörk,“ sagði Gummi og hélt áfram. „Yfirburðirnir voru svo miklir. Þeir héldu boltanum út í eitt og þeir skoruðu þetta mark í fyrri hálfleik. Þeir voru léttir. Þetta var eins þægilegt og það verður en þeir voru stálheppnir hins vegar að fá ekki á sig mark með síðustu spyrnu leiksins þar sem Borussia hefði getað minnkað muninn. Ekki að það hefði skipt neinu máli fyrir síðari hálfleikinn.“ „Ég er sammála þér Rikki að City þurfti ekki að gera allt sitt en þeir gerðu alveg nóg og tilfinning var að ef Mönchengladbach myndi vera með einhverja stæla þá myndu City finna þrjá til fjóra gíra í viðbót og búmm, búmm, búmm.“ Gummi segir að hann hafi þrjú lið í huga hvað varðar að vinna Meistaradeildina. „Við töluðum um Bayern áðan sem að enginn skal afskrifa. Það er eitt af þessum liðum sem maður myndi nefna. París, ég held að þeir hafi leikmennina í þetta - en þeir þekkja það ekki að vinna með þessa leikmenn. Þeir fara til Barcelona og vinna 4-1, þó að Barcelona sé ekki sama Barcelona og við höfum séð. Þeir senda ákveðinn skilaboð.“ „Þetta eru þessi þrjú lið sem maður lítur til. Það er Bayern, PSG og City eins og staðan er í dag,“ bætti Gummi við. Umræðuna má heyra eftir rúmar þrettán mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Sportið í dag Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira