Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2021 17:11 Hljómsveitin Inspector Spacetime vermir fyrsta sæti PartyZone-listans að þessu sinni. Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann. PartyZone Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann.
PartyZone Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning