Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:53 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur ástæðu til bjartsýni í atvinnumálum ef áfram gengur vel í baráttunni við kórónuveiruna hér innanlands. Vísir/Egill Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50