Telur að botninum hafi verið náð í atvinnuleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:53 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar telur ástæðu til bjartsýni í atvinnumálum ef áfram gengur vel í baráttunni við kórónuveiruna hér innanlands. Vísir/Egill Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, telur að með áframhaldandi árangri í sóttvörnum muni landið rísa á ný með hækkandi sól. Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vissulega séu margir óvissuþættir enn uppi vegna faraldursins en staðan, eins og hún lítur út núna, sé tilefni til bjartsýni í atvinnumálum hvað framhaldið varðar. Ferðamannaþjónustan sé mannfrek og landsmenn ættu í það minnsta að geta ferðast innanlands í sumar. „Ef allt gengur áfram eins og best verður á kosið þá fer landið að rísa í atvinnulífinu vonandi frá og með vorinu. Þá verður þetta mun styttri tími sem fer í að vinna úr þessu áfalli samanborið við hrunið.“ Almennt atvinnuleysi í janúar nam 11.6% og jókst það úr 10,7% í desember. „Mér sýnist atvinnuleysið hafa náð hámarki. Það hafa komið inn færri nýjar umsóknir í febrúar en sáum mánuðina á undan. Ef slakað verður á í sóttvörnum mun það skila sér fljótt inn í atvinnulífið þannig að ég á ekki von á neinni holskeflu í þessum efnum núna fram undan, sem betur fer. Það er þó alltaf erfitt að spá fyrir um þetta.“ Formaður BSRB kallaði eftir því á dögunum að tímabil réttar til atvinnuleysisbóta yrði lengt í fjögur ár líkt og gert var eftir bankahrunið. Unnur var spurð hversu margir hafi fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta. „Í kringum hundrað manns hafa verið að ljúka bótarétti frá áramótum. Það var hægur stígandi í þessu á síðasta ári, fjörutíu og níu manns í janúar og svo fór þetta hægt og sígandi upp á við allt árið. Þetta voru um hundrað um áramótin. Það rétt að halda því til haga að þessi fjöldi fer ekki allur beint til sveitarfélaganna. Okkur telst til að það sé sirka fjórði hver einstaklingur sem fer til sveitarfélaganna og það eru ýmsar ástæður fyrir því.“ Unnur segir að flest þeirra sem hafa fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta hafi leitað til stærstu sveitarfélaganna á borð við Reykjavík, Hafnarfjörð og Kópavog. Reykjanesbær og Akureyri fylgi síðan á eftir. „Þetta er alveg í takt við atvinnuleysistölurnar í rauninni.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi. 18. febrúar 2021 14:50