Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 06:25 Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar að störfum í Svartsengi í gær. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á svæðinu. Vísir/vilhelm Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira