Fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa: „Byrjaði að titra og náði ekki andanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2021 20:16 Geir Guðmundsson í leik gegn FH fyrr á leiktíðinni. vísir/vilhelm Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Geir fékk þungt högg á höfuðið í fyrri hálfleiknum er Haukarnir heimsóttu botnlið ÍR og þurfti af velli. Síðar um kvöldið kom í ljós að Akureyringurinn hefði fengið heilahristing en hann lýsti atburðarásinni í kvöld. „Þetta var frekar þungt högg. Maður hefur fengið höfuðhögg áður en maður fann strax mikinn rykk. Svo datt maður bara niður og ég fann það strax að það yrði erfitt að standa upp,“ sagði Geir Guðmundsson. „Ég fann brot af tönninni í munninum á mér og sagði það strax. Þetta var frekar vont. Ég fann strax fyrir orkuleysi og það var erfitt fyrir mig að horfa á leikinn. Það var erfitt að díla við hávaðann svo ég horfði bara niður á jörðina með lokuð augun.“ Vinstri handar skyttan ætlaði að rölta hægt og rólega með Elíasi, sjúkraþjálfara Hauka, inn í búningsklefa Hafnarfjarðarliðsins í hálfleik en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. „Það er ekki fyrr en í hálfleik, tuttugu mínútum eftir höggið, að ég ætla að fara labba inn í klefa og Elli sjúkraþjálfari styður við mig. Þegar ég er hálfnaður af þessari 60 metra leið þá finn ég að ég er alveg búinn á því og tek smá pásu til að ná andanum.“ „Þá byrjaði ég að titra, næ engri öndun í gegn og fæ aðsvif. Sem betur fer var Elli þarna svo ég datt ekki aftur og hann hjálpar mér niður í fósturstellingu þangað til ég næ andanum. Þá var hringt á sjúkrabíl.“ Hann segir að honum hafi þó ekki litist á blikuna. „Mér leist ekkert á þetta. Ég hafði enga stjórn. Ég náði ekki andanum og fann að ég var dofinn í puttunum. Öll orka var búin og þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ en hann bætir við að hann sé á batavegi. „Ég finn strax mun á mér frá því í gær. Ég tel það gott merki og nú eru það bara einkennin sem ráða för. Þegar ég get reynt á mig án þess að vera með einkenni þá er ég klár.“ Klippa: Sportpakkinn - Geir Guðmundsson Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 26-29 | Haukar mörðu botnliðið Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29. 22. febrúar 2021 19:29