Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:43 Ef einhver þarf að ná í þig, segir Þorleifur, reynir hann aðrar leiðir ef þú svarar ekki. „Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag. Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“ Fjarskipti Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“
Fjarskipti Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira