Til hvers tómstundir? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:31 Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Félagasamtök Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Börn eiga rétt á menntun þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og ræktað hæfileika sína. Börn eiga einnig rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Um þessi réttindi er kveðið á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Þar er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Börn eiga að hafa jöfn tækifæri til þátttöku og til að stunda menningarlíf, listir og tómstundaiðju. Skýr lög eru um menntun barna og skólagöngu á Íslandi, námskrár fyrir öll skólastig og reglugerðir til að tryggja velferð þeirra og öryggi. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa um árabil kallað eftir sambærilegri skýrri opinberrri stefnu um tómstundir barna. Það var því ánægjulegt að í byrjun árs 2020 fengu samtökin boð um að senda inn ábendingar um hvað væri æskilegt að væri í slíkri stefnu, en þá var að hefjast vinna við mótun stefnu um tómstundastarf barna og ungs fólks á vegum Mennta- og menningamálaráðuneytisins. Barnaheill sendu inn ábendingar og lögðu til að fyrst og fremst skyldu tómstundir barna byggja á þeim réttindum sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmálanum svo og á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og ávallt skuli það sem barni er fyrir bestu vera leiðarljósið. Samtökin leggja áherslu á að öll börn skuli eiga kost á að stunda tómstundir, ekki bara hluti þeirra. Ýmislegt getur hindrað þátttöku barna svo sem kostnaður, aðgengi, félagsleg staða, bakgrunnur eða fötlun. Mikilvægt er að tryggja að slíkar ástæður séu ekki fyrirstaða. Jafnframt þarf að tryggja börnum vernd gegn hvers kyns ofbeldi, einelti, útilokun, niðurlægjandi framkomu af hálfu barna og fullorðinna og hvers kyns mismunun í tómstundum. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga, til að fá útrás fyrir orku og tjáningu og að vera í góðum félagsskap. Í tómstundum eiga börn að fá að rækta hæfileika sína, kynnast styrkleikum sínum og draumum. Börn flakka gjarnan á milli tómstundagreina og því er mikilvægt að hafin verði vinna við að skipuleggja tómstundastarf barna frá 5-9 ára á þann hátt að börnin kynnist sem flestum íþrótta- og tómstundagreinum, en þurfi ekki að velja eina grein svona ung. Með því er líklegra að börn finni sín áhugasvið og styrkleika og þurfa þá ekki að hefja fullt tómstundanám í einstakri tómstund án þess að vita hvort áhugi þeirra og styrkleikar liggi þar. Tómstundir ungra barna skulu vera á forsendum barnanna og ekki afreksmiðaðar. Börn þurfa að læra að takast á við að sigra og tapa, en umfram allt þurfa þau að læra að vinna saman og sýna samkennd. Árangur félagsins og sigur skal vera aukaatriði. Við gerð tómstundastefnu þurfa stjórnvöld jafnframt að meta við hvaða aldur er æskilegt að barn hefji tómstundaiðkun og þá hvers konar, hve oft og hve lengi í senn út frá velferð barnsins. Börn vinna oft langan vinnudag, oft mun lengri en þeir sem fullorðnir eru. Börn frá 1.-4. bekk grunnskóla eru gjarnan í skóla og frístund frá 8-16 eða lengur og þá taka tómstundir við. Mikilvægt er að nýta tímann frá lokum skóladags til kl 16:00 til fjölbreyttrar tómstundaiðkunar í samstarfi við tómstundafélög. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja stjórnvöld og öll tómstundafélög að hugsa fyrst og fremst um velferð barna og þroska og möguleika þeirra á að byggja upp sterka sjálfsmynd þegar tómstundir fyrir börn eru skipulagðar. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun