Lykilatriði að fá nýnema í staðkennslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:01 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. vísir/Egill Rektor Háskóla Íslands segir forgangsmál að fá nýnema í staðnám. Rýmri reglur um skólahald taka gildi á mánudag. Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum mega hundrað og fimmtíu nemendur vera saman í hverju rými og nándarmörk eru færð niður í einn metra. Þá verður blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum. „Það er verið að rýmka reglurnar, við munum sjá meira staðnám á háskólastiginu og meira félagslíf á framhaldsskólastiginu. Þannig að þetta er mikill gleðidagur,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Viðburðir tengdir félagsstarfi í grunn- og framhaldsskólum verða leyfðir í skólabyggingum og einungis þarf að bera grímur í skólum þegar ekki er unnt að viðhafa eins metra fjarlægð. „Það þarf auðvitað að gæta að öllum sóttvörnum og ég ítreka það að við viljum ekki missa þessa stöðu frá okkur,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/Vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að neyðarstjórn skólans muni fara yfir útfærslu á nýjum reglum á fundi á morgun. Hann gerir ráð fyrir að fleiri nemendur fái nú að mæta í skólann. „Það þarf náttúrulega að skipuleggja þetta eitthvað. Við höfum lagt námefnið eða misserið út þannig að þetta sé að mestu leyti rafræn kennsla. Og svo er náttúrulega eitt sem hefur gerst í millitíðinni, það er þetta flóð sem leiddi til þess að stærstu stofurnar okkar eru ekki nothæfar hér á háskólatorgi, svo það hefur áhrif á þetta,“ segir Jón Atli. Hann segir forgangsmál að fá nýnema inn í skólann. „Nú erum við komin í næstu viku inn í mars og þetta fyrsta ár þeirra hefur ekki verið þannig að þau hafa getað verið mikið í skólanum, þó þau hafi getað komið í verklega kensnlu. Þannig ég myndi segja að það sé lykilatriði. En síðan eru það bara eiginlega allir aðrir. Við þurfum bara að fá fólk hérna inn í skólann.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Háskólar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira