Simeone: Mótherjar okkar eru hræddir við Suarez Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 12:06 Luis Suarez fagnar hér marki fyrir Atletico Madrid en hann er þegar kominn með sextán mörk á leiktíðinni. Getty/Denis Doyle Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, er sannfærður um að Luis Suarez geri leikmönnum Chelsea lífið leitt þegar liðin mætast i sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn er í kvöld. Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Barcelona losaði sig við Luis Suarez fyrir þetta tímabil en Úrúgvæmaðurinn hefur sýnt öllum hversu stór mistök það voru að afskrifa þennan öfluga framherja. Hann er vissulega orðinn 34 ára gamall en hefur verið skotskónum í vetur. Suarez samdi við Atletico Madrid og hefur þegar skoraði 16 mörk í 24 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Atletico er á toppnum í spænsku deildinni og fær nú möguleika til að slá Chelsea út úr Meistaradeildinni. Simeone on Chelsea: Suarez can strike fear in any foe https://t.co/EIMT6WjHg3— Red Bun Football (@RBFutbolTweets) February 23, 2021 „Mótherjar okkar hræðast Luis og þá skiptir það engu máli hvaða keppni það er,“ sagði Diego Simeone á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea. „Hann hefur hæfileika og gæði sem allir mótherjar taka eftir. Við skulum ræða vandamál hans að skora á útivelli þegar við komum til London en við erum á heimavelli á morgun,“ sagði Simeone. Það er reyndar ekki hundrað prósent rétt því þótt að þetta sé heimaleikur spænska liðsins þá er leikurinn spilaður í Rúmeníu. Blaðamenn höfðu þá spurt Diego Simeone út í þá staðreynd að Luis Suarez hafi ekki skorað á útivelli í Meistaradeildinni síðan árið 2015. Diego Simeone places faith in Luis Suárez to use his 'gift' against Chelsea https://t.co/v1UN2uuyEX— The Guardian (@guardian) February 22, 2021 Þar sem Spánn bannar komu fólks frá Bretlandi vegna útbreiðslu nýja breska afbrigðisins af kórónuveirunni þá varð að færa leikinn frá Madríd til Búkarest. Suarez hefur skorað öll sextán mörk tímabilsins í spænsku deildinni og á því enn eftir að skora í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. Luis Suarez hefur skorað 26 mörk í 64 Meistaradeildarleikjum á ferlinum. Síðasta mark hans í Meistaradeildinni kom á móti Bayern München í átta liða úrslitunum í fyrra en hann skoraði 5 mörk í 7 leikjum með Barcelona í keppninni á síðustu leiktíð. Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 en leikur Lazio og Bayern München verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira