Segja friðlandið orðið að óskiljanlegri kerfisvitleysu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2021 23:02 Þau Sveinn Viðarsson og Kristín Ósk Matthíasdóttir eru fiskeldisbændur á Þverá í Vatnsfirði. Egill Aðalsteinsson Barnafjölskylda sem flutti á fiskeldisbýli á Barðaströnd segir þungt í vöfum að vera innan friðlands Vatnsfjarðar. Í neyð sinni ákváðu þau á endanum að byggja íbúðarhús í óleyfi á bakka eldistjarnar fremur en að hírast áfram með börnin í örlitlu pallhýsi. Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þau Kristín Ósk Matthíasdóttir og Sveinn Viðarsson fluttu af Suðurlandi fyrir sex árum til að taka við býli á Barðaströnd þar sem jarðhiti er nýttur til að ala bleikju. Þau Svein og Kristínu óraði samt ekki fyrir þeim hindrunum sem fylgdu því að jörðin er innan friðlands Vatnsfjarðar. -En er þá allt þyngra í vöfum af því að þetta er friðland? „Já, ekki spurning,“ svarar Kristín í fréttum Stöðvar 2. Nýja íbúðarhúsið byggðu þau framan við eldishúsið á bakka eldistjarnar. Séð inn Vatnsfjörð í átt að Flókalundi.Egill Aðalsteinsson „Það er búið að gera þetta að kerfisvitleysu. Þetta er orðið rosalega þungt í vöfum að reyna að reka eitthvað í dag í svona umhverfi. Kerfið er orðið svo flókið og snúið að við föttum það ekki, - þekkjum ekki orðið hvernig þetta virkar sjálf. Við erum búin að búa til svo mikla kerfisvitleysu að við skiljum þetta ekki,“ segir Sveinn. Þau leigðu fyrst íbúðarhús í sveitinni en þegar eigendurnir þurftu það undir eigin fjölskyldu lentu þau á hrakhólum þar sem ekkert annað hús var á lausu í sveitinni. Þau neyddust til að búa í tíu fermetra pallhýsi og vildu því sjálf byggja. „Við vorum búin að sækja og sækja um leyfi. Það gengur ekki með tvö börn að vera í camper í tíu mánuði, sko. Þetta var ekki forsvaranlegt, sko,“ segir Kristín. „Við neituðum bara að gefast upp og byggðum húsið,“ segir Sveinn. Leyfið fékkst svo loksins síðastliðinn föstudag. Horft út Vatnsfjörð í átt að Brjánslæk.Egill Aðalsteinsson Sveinn segist samt ekki ætla að leggjast gegn því að svæðið verði gert að þjóðgarði, eins og núna er áformað. „Mér er svo sem alveg sama hvað þeir gera. Ég hef ekkert á móti þessu. Þetta er bara fínt. Ég held að það verði bara gaman að þessu. Bara meiri áskorun – áskorun um að hafa snyrtilegt í kringum sig,“ segir Sveinn. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld var fjallað um Barðaströnd en þar hefur börnum snarfjölgað. „Það var eitt þegar við komum. Nú eru þau tólf,“ segir Kristín. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vesturbyggð Fiskeldi Landbúnaður Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00 Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Byggðin á Barðaströnd nær vopnum sínum á ný Það blés ekki byrlega fyrir samfélaginu á Barðaströnd fyrir fimm árum þegar bæjarstjórn Vesturbyggðar tilkynnti að grunnskóla sveitarinnar á Birkimel yrði lokað vegna barnafækkunar. Þá stefndi í að einungis tvö börn yrðu í sveitinni á skólaaldri. 21. febrúar 2021 22:00
Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg. 15. janúar 2021 23:30