Mourinho segir þjálfunaraðferðir sínar og þjálfara sinna með þeim bestu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2021 21:21 Mourinho bendir réttilega á að Tottenham hefði þurft þrjú mörk til að vinna leik dagsins. Þeir skoruðu aðeins eitt og töpuðu 2-1. EPA-EFE/Kirsty Wigglesworth José Mourinho hrósaði leikmönnum sínum eftir að Tottenham Hotspur tapaði 2-1 gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá sagði Portúgalinn geðþekki að það væri engin krísa í gangi. Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Mourinho hrósaði leikmönnum sínum óvænt eftir tap dagsins og sagði þá hafa átt meira skilið. „Ég veit ekki hvað þú átt við með krísu. Ef krísa er pirringur og sorg í búningsklefanum þá myndi ég taka undir það því enginn er ánægður og við sýndum það í þessum leik,“ sagði Mourinho í viðtali eftir leik. „Þegar lið berst eins og við gerðum þangað til á síðustu sekúndu leiksins þá er aldrei um krísu að ræða. Lið í krísu standa ekki saman í leit sinni að betri úrslitum. Ég myndi ekki segja að um krísu væri að ræða, ég myndi segja að við værum ekki að ná í nægilega góð úrslit. Það er augljóst. Við erum að tapa of mörgum leikjum.“ 'My coaching methods are second to nobody in the world' - Mourinho digs in after fifth Spurs loss in six league gameshttps://t.co/Pg1wKWLXoE pic.twitter.com/tdnM6KlKnw— Independent Sport (@IndoSport) February 21, 2021 „Úrslitin í dag hefðu átt að vera önnur. Við spiluðum frábærlega í seinni hálfleik, það er mín tilfinning. Varnarlínan þeirra var frábær, þetta er eins og deja vu. Þeir gerðu allt sem þeir gátu og gerðu okkur erfitt fyrir.“ „Nei alls ekki, engan veginn,“ sagði Mourinho aðspurður út í hvort þjálfunaraðferðir hans ættu sinn hlut í slæmu gengi Tottenham. „Stundum eru úrslitin niðurstaða margra mismunandi hluta í fótbolta og þjálfunaraðferðir mínar og þjálfarateymisins míns eru með þeim bestu í heimi.“ Að lokum var Mourinho spurður út í Gareth Bale en hann lagði upp mark Tottenham og átti skot í slá. Þjálfarinn sagði að þeir væru að reyna koma honum í gang en þar sem hann spilaði 65 mínútur á fimmtudaginn í 4-1 sigrinum á Wolfsberger í Evrópudeildinni þá hafi hann ekki getað byrjað leik dagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira