Hafa lærisveinar Pep Guardiola þar með náð í fleiri stig heldur en Liverpool, Arsenal og Tottenham Hotspur á árinu 2021. Alls hafa þau aðeins náð í 31 stig talsins.
Raunar nær árangur City út fyrir ensku úrvalsdeildina og árið 2021 en liðið hefur alls unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Þá hefur liðið ekki tapað leik í þrjá mánuði eða síðan það tapaði 2-0 fyrir Tottenham þann 21. nóvember á síðasta ári.
Í kjölfarið fylgdu tveir sigrar, tvö jafntefli og svo 13 sigrar í röð.
Segja má að City sé komið með aðra hendi á Englandsmeistaratitilinn en liðið er með tíu stiga forystu og fær varla á sig mark. Hefur liðið aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim ellefu deildarleikjum sem það hefur leikið á árinu 2021.
Man City have picked up more Premier League points in 2021 (33) than Liverpool, Tottenham and Arsenal combined (31) pic.twitter.com/aokYgY8v1W
— ESPN FC (@ESPNFC) February 21, 2021