Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 21:01 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og formaður starfshóps menntamálaráðherra um RÚV segir mikilvægt að bregðast við ójafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira