Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 20:00 Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira