Ekki er jafnréttið mikið í raun! Drífa Snædal skrifar 19. febrúar 2021 15:50 Konur fóru í stórum stíl út á vinnumarkað og þau störf sem áður voru unnin ólaunað heima voru orðin launuð störf. Þessi störf voru og eru hins vegar vanmetin til launa – ekki alveg alvöru störf - ekki svona mikilvæg eins og sum önnur störf sem lengur hefur tíðkast að greiða fyrir. Til að auka verðmæti kvennastarfanna var menntastigið hækkað og konur þustu í nám. Í raun er eina leið kvenna til að hafa möguleika á að framfleyta sér og börnum sínum að mennta sig á meðan í boði eru vel launuð hefðbundin karlastörf sem krefjast ekki menntunar. Ójafnt hlutfall kynjanna í háskóla er því ekki endilega birtingamynd á vanda karla eða drengja heldur vanda vinnumarkaðar sem metur ekki konur að verðleikum. Nú birtast upplýsingar úr tekjusögunni sem sýna að vel menntaðar konur eru á pari við minna menntaða karla í launum. Þetta er afleiðing hins skipulega vanmats á kvennastörfum sem er svo rótgróið í okkar menningu að við erum hætt að taka eftir því. Af hverju erum við í þessari stöðu á sama tíma og við státum okkur af árangri í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi? Svarið við því er meðal annars að finna í umræðunum um fæðingarorlofið þar sem sum héldu því fram að við hefðum náð svo langt í jafnrétti að handaflsaðgerðir væru orðnar ónauðsynlegar. Það er langt í frá og ekkert sem bendir til þess að jafnrétti sé að aukast. Þvert á móti hefur skýrasta mælingin á misrétti – launamunur kynjanna – staðið í stað síðustu ár. Við höfum enn verk að vinna að breyta menningunni til kvenfrelsis og við skulum byrja á því að meta störf kvenna með réttum hætti. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Konur fóru í stórum stíl út á vinnumarkað og þau störf sem áður voru unnin ólaunað heima voru orðin launuð störf. Þessi störf voru og eru hins vegar vanmetin til launa – ekki alveg alvöru störf - ekki svona mikilvæg eins og sum önnur störf sem lengur hefur tíðkast að greiða fyrir. Til að auka verðmæti kvennastarfanna var menntastigið hækkað og konur þustu í nám. Í raun er eina leið kvenna til að hafa möguleika á að framfleyta sér og börnum sínum að mennta sig á meðan í boði eru vel launuð hefðbundin karlastörf sem krefjast ekki menntunar. Ójafnt hlutfall kynjanna í háskóla er því ekki endilega birtingamynd á vanda karla eða drengja heldur vanda vinnumarkaðar sem metur ekki konur að verðleikum. Nú birtast upplýsingar úr tekjusögunni sem sýna að vel menntaðar konur eru á pari við minna menntaða karla í launum. Þetta er afleiðing hins skipulega vanmats á kvennastörfum sem er svo rótgróið í okkar menningu að við erum hætt að taka eftir því. Af hverju erum við í þessari stöðu á sama tíma og við státum okkur af árangri í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi? Svarið við því er meðal annars að finna í umræðunum um fæðingarorlofið þar sem sum héldu því fram að við hefðum náð svo langt í jafnrétti að handaflsaðgerðir væru orðnar ónauðsynlegar. Það er langt í frá og ekkert sem bendir til þess að jafnrétti sé að aukast. Þvert á móti hefur skýrasta mælingin á misrétti – launamunur kynjanna – staðið í stað síðustu ár. Við höfum enn verk að vinna að breyta menningunni til kvenfrelsis og við skulum byrja á því að meta störf kvenna með réttum hætti. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun