Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira