„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 13:30 Zlatan Ibrahimovic er hátt skrifaður hjá Jens Petter Hauge. Getty/Gabriele Maltinti Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic. Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira