Einu sigrar Selfyssinga á Haukum í þrjú ár hafa verið í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfossliðið en Adam Haukur Baumruk er til varnar. Vísir/Vilhelm Haukarnir hafa getað treyst á það að fá tvö stig út úr leikjum sínum á móti Selfyssingum undanfarnar tvær leiktíðir í karlahandboltanum. Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða