Til þess er málið varðar Ingólfur Harri Hermannsson skrifar 20. febrúar 2021 09:00 Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega 12 ár liðin frá því Geir bað Guð um að blessa Ísland og traust þjóðarinnar á stjórnvöldum hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og eins og forsætisráðherra hefur réttilega bent á hefur hvorki Alþingi né nokkurri ríkisstjórn tekist að byggja það traust upp aftur. En hvers vegna? Traust er ekki hægt að byggja upp með loforðum eða fögrum fyrirheitum. Traust er bara hægt að byggja upp með gerðum. Tökum dæmi Nú stendur til að selja töluverðan hlut í Íslandsbanka og þó vissulega sé hægt að deila um hvort núna sé heppilegur tími til þess þá er alveg hægt að fallast á að ríkið þarf ekki að eiga marga banka. En við höfum slæma reynslu af einkavæðingu ríkisbanka. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að þeir sem komi að sölunni séu hafnir yfir allan vafa svo almenningur geti borið traust til ferlisins. En hvern fær ríkisstjórnin til að stýra verkinu? Jú, manninn sem var flæktur í Vafninga, kom sínu fé úr Sjóði 9 bókstaflega korter í hrun, átti aflandsfélag og missti ríkisstjórn sína vegna uppreist æru málsins, svo ekki sé talað um óheppilegar tilviljanir sem hafa BORGAÐ sig vel fyrir fjölskyldu hans. Nú er Bjarni Ben sjálfsagt vænsti maður og kannski hefur hann aldrei gert neitt vafasamt á sínum pólitíska ferli. En það er ekki hafið yfir vafa. Þess vegna treysta bara 23% honum til þess að leiða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hin leiðin En fyrst það gengur erfiðlega að byggja upp traustið á persónunum þá er hægt að einbeita sér að kerfinu þannig að fólk geti treyst því þó það treysti ekki endilega fólkinu. Til dæmis væri hægt að koma á persónukjöri og í leiðinni væri hægt að jafna vægi atkvæða. Þannig gætum við kosið fólk í staðinn fyrir bara flokka þar sem öll atkvæði vega jafnt, óháð búsetu. Við gætum líka komið með skýrari reglur um hagsmunaskráningu þingmanna þar sem þeim væri skylt að víkja sæti ef upp kæmu mál þar sem þeir eða nákomnir ættingjar þeirra ættu hagsmuna að gæta. Svo væri hægt að gera kröfu um að forseti þingsins hefði stuðning 2/3 hluta þingmanna þannig að forsetinn væri ekki bara forseti ríkisstjórnarinnar heldur alls þingsins og einnig láta ráðherra víkja sæti á þingi svo þeir séu ekki bæði með framkvæmdarvald og löggjafarvald og þannig raunverulega styrkja þingið gagnvart framkvæmdarvaldinu. Það væri líka hægt að setja sannleiksskyldu á ráðherra, jafnvel setja takmörk á hve lengi þeir geta setið samfellt í sama embætti og síðast en ekki síst að tryggja upplýsingaskyldu þannig að öll gögn séu aðgengileg almenningi og fjölmiðlum nema það sé sérstök ástæða til þess að loka fyrir aðgang. Þessi atriði mundu skipta sköpum fyrir traust almennings til stjórnvalda. Nú vill svo til að öll þessi atriði eru að finna í Nýju stjórnarskránni en af einstakri tilviljun er ekki eitt einasta þeirra að finna í stjórnarskrárfrumvarpi Katrínar Jakobsdóttur. Gagnkvæmt traust Fyrir rúmum átta árum ákvað Alþingi að spyrja þjóðina hvort hún vildi leggja tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar að nýrri stjórnarskrá Íslendinga. 2/3 hlutar kjósenda studdu það. En Alþingi hefur hunsað það. Kannanir sýna enn sama stuðning við nýju stjórnarskrána og meirihlutastuðning meðal kjósenda allra flokka nema tveggja. Samt sýna margir þingmenn henni engan áhuga og sumir vinna hatrammlega gegn henni. Í haust skrifuðu 43.423 kjósendur með rafrænum skilríkjum undir kröfuna um að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána. En þrátt fyrir að þingmenn viti að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn þá neitar þingið enn að staðfesta hana. Þess vegna spyr maður sig, hvers vegna ætti þjóðin að treysta þinginu þegar þingið treystir ekki þjóðinni? Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun