Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:01 Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“ Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“
Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira