Kemur til greina að neyslurými verði færanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 21:30 Elísabet Brynjarsdóttir er verkefnastýra Frú Rafnheiðar. Vísir/Arnar Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins. Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Þótt reglugerðin sé tilbúin er ekki þar með sagt að hægt sé að hefja starfsemi neyslurýma undir eins. Aðkoma sveitarfélaga er nauðsynleg og þá hafa hugmyndir verið uppi um að bíll á vegum Frú Ragnheiðar verði færanlegt neyslurými. Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segist reiðubúin að skoða hvað þarf til að það geti orðið að veruleika. „Það var óvænt ánægja að sjá reglugerðina birta í gær og enn óvæntari ánægja að sjá að það var birt bráðabirgðaákvæði í reglugerðinni um að neyslurými megi vera færanlegt, sem að opnar auðvitað möguleikann fyrir Frú Ragnheiði á að sækja um að verða neyslurými. En það tekur auðvitað tíma og í reglugerðinni kemur líka fram að sveitarfélög þurfa að koma að borðinu,“ sagði Elísabet í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þannig að eins mikið og þetta kom mér á óvart í gær, þá vill maður auðvitað stökkva á stað og ég held ég geti talað fyrir hönd flestra skaðaminnkunarsinna, þegar ég segi að við höfum beðið í mörg ár. En við þurfum að gera vel fyrir hópinn og skoða þetta með sveitarfélögunum en við erum tilbúin til að hugsa lausnamiðað,“ segir Elísabet. Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að viðræður væru hafnar við Landlæknisembættið um að koma á neyslurýmum. Elísabet segir úrræðið um neyslurými hafa gríðarmikla þýðingu. „Ég get varla komið því í orð. En þetta úrræði er byggt á gagnreyndri þekkingu og rannsóknum og rannsóknir hafa sýnt að neyslurými erlendis hafa komið í veg fyrir ofskammtanir og dauðsföll hjá einstaklingum sem nota vímuefni í æð, þetta tryggir öryggi fólks og núna eftir árið í fyrra, árið 2020 og núna fyrstu mánuði 2021, sjáum við að andlátin eru til staðar, vegna ópíóða og annarra vímuefna, og við viljum koma í veg fyrir þau,“ segir Elísabet.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira