Segir Liverpool enn eiga möguleika á því að bjarga tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 16:00 Leikmenn Liverpool þurfa að gera betur en að undanförnu ef liðið á að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Getty/Andrew Powell Liverpool skiptir í kvöld úr vandræðum sínum í ensku úrvalsdeildinni yfir í Meistaradeildina þar sem liðið vonast til betri úrslitum en að undanförnu. Nú er aftur á móti tími til að sjá hvort vandamálin fylgi liðinu líka til Evrópu. John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
John Aldridge, fyrrum markakóngur hjá Liverpool, segir að það sé enn tími fyrir Liverpool til að bjarga tímabilinu. Liverpool hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og aðeins unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnunum. Liverpool var á toppnum eftir 7-0 sigur á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól en hefur síðan aðeins náð í 9 stig í tíu leikjum eða minna en eitt stig að meðaltali í leik. Framundan er fyrri leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. RB Leipzig er í öðru sæti í þýsku deildinni og hefur fjóra síðustu leiki sína í öllum keppnum með markatölunni 10-1. John Aldridge: 'Liverpool still have one big chance to save their season and they have to take it against Leipzig'@Realaldo474 https://t.co/mRf6bq42TP pic.twitter.com/YxZblcTknW— Independent Sport (@IndoSport) February 15, 2021 John Aldridge segir leikinn í kvöld vera fyrsta skrefið fyrir Liverpool menn til að bjarga tímabilinu. Liverpool á ekki lengur raunhæfa möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina en það er stór titill í boði í Meistaradeildinni. Aldridge telur sig ekki hafa séð gefa jafnmikið eftir og Liverpool hafi gert á síðustu tveimur mánuðum, farið úr því að líta út fyrir að vera að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í desember í það að detta alla leið niður í sjötta sæti eins og staðan er núna. Fyrir vikið er Jürgen Klopp í nýrri stöðu í leiknum í kvöld. Hann veit ekki lengur hvar hann hefur liðið sitt og það er örugglega óþægileg staða. Hann hefur undanfarin þrjú ár oftast getað treyst á sína menn í stóru leikjunum en nú er óvissan mikil. Liverpool started the day fourth in the Premier League.They end the day in sixth and outside of European spots pic.twitter.com/rh30H5Ebyi— B/R Football (@brfootball) February 15, 2021 Að mati Aldridge er Meistaradeildin aftur á móti kjörinn vettvangur til að finna taktinn á nýjan leik og bjarga tímabilinu með góðum árangri þar. Aldridge sem varð enskur meistari og enskur bikarmeistari með Liverpool á sínum tíma en fékk ekki tækifæri til að spila með liðinu í Evrópukeppni því ensku liðin voru í banni á þeim tíma. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira