Rafrænt forval fór fram hjá Vinstri grænum í Norðausturkjördæmi dagana 13. til 15. febrúar. Athygli vekur að Óli, sem áður hefur sest á þing sem varaþingmaður og verið bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hafði betur í forvalinu en Bjarkeyj Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sem einnig sóttist eftir að leiða listann.
Í tilkynningu frá VG kemur fram að valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust.
„Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
- 1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
- 2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
- 3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
- 4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
- 5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti
12 voru í framboði
Á kjörskrá voru 1042
Atkvæði greiddu 648
Kosningaþáttaka var 62%
Auðir seðlar og ógildir voru 0,“ segir í tilkynningunni.