Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Smári Jökull Jónsson skrifar 15. febrúar 2021 22:28 Björgvin svekkir sig í kvöld. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld sem endaði með jafntefli. „Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
„Mér fannst við ógeðslega lélegir í þessum leik og vorum að gera auðveld mistök bæði varnar- og sóknarlega. Það er svolítið skrýtið að vera sáttur með eitt stig hér í restina. Það sýnir styrk okkar að vera drulluóánægðir en sækja samt stig hér í Krikann,“ sagði Björgvin þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Haukar gerðu mörg mistök sóknarlega í síðari hálfleik en Björgvin Páll vildi þó ekki bara kenna því um það sem illa fór. „Þetta var á öllum sviðum. Varnarlega byrjum við illa og fáum á okkur eitthvað af tveimur mínútum. Þegar við komumst í varnargírinn þá fór að opnast fyrir línu og þetta féll ekki alveg með okkur. Hver er sinnar gæfu smiður og við þurfum að einbeita okkur að okkar leik því við viljum gera betur í svona stöðu.“ „Mér fannst við vera komnir með þá en þá gerðum við alltaf einhver mistök í viðbót. Í Haukum er það bara ekkert í boði,“ sagði Björgvin en viðurkenndi að Haukar hefðu sýnt karakter í lokin. „Algjörlega, við spilum ekki frábæran leik en náum þó í stig. Við höldum bara áfram í næsta leik.“ Það var tilkynnt á dögunum að Björgvin Páll gengur til liðs við Val eftir tímabilið en hann skrifaði undir fimm ára samning við Hlíðarendaliðið. „Þetta var erfið ákvörðun en við vinnum þetta faglega. Haukarnir gerðu þetta hrikalega vel, tóku þessu af fagmennsku. Þetta skiptir engu máli því við erum í þessu til að vinna alla leiki. Mig langar bara meira að kveðja liðið með titli, við spýtum enn meira í. Það eina sem er í boði er að vinna, meðal annars að vinna alltaf FH og það skiptir engu máli hvað gerist í sumar,“ sagði Björgvin Páll að lokum.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42 Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór - Valur | Hungraðar heimakonur í síðasta leik fyrir jól Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. 15. febrúar 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. 15. febrúar 2021 21:33