Liverpool hefur verið í vandræðum í úrvalsdeildinni að undanförnu en liðið mætir RB Leipzig í Búdapest í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Nokkrar sögur hafa borist úr herbúðum Liverpool að undanförnu. Jurgen Klopp var sagður íhuga að yfirgefa félagið og Alisson og Andy Robertson áttu að hafa lent í slagsmálum.
„Ég þarf ekki einu sinni að tjá mig um hluti eins og þessa,“ sagði Henderson og hélt áfram:
„Það er einhver að sitja fyrir aftan lyklaborðið og skrifa slúður um stjórann og leikmennina. Ég þarf ekki að tjá mig um þetta.“
Jordan Henderson laughs off rumours of a dressing room fight between Andy Robertson and Alisson https://t.co/uHMHE333i1
— MailOnline Sport (@MailSport) February 15, 2021
Henderson líkaði þó sögusagnirnar um slagsmál Alisson og Robertson og á æfingu.
„Þetta er ekki satt en mér líkaði dálítið við sögusagnirnar um Robbo og Ali þar sem þeir áttu að hafa lent í átökum. Það fékk okkur til að brosa en annars hugsa ég ekki mikið um þetta,“ sagði fyrirliðinn.
Leikur Leipzig og Liverpool er í beinni útsendingu klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.30.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.