„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 08:47 1.Vasi, Funi, Ragnar Kjartansson, 1957. 2.Kaffistell, Glit, Dieter Roth, 1960. 3.Kanna, Listvinahúsið, Guðmundur Einarson frá Miðdal, 1935. Vigfús Birgisson Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. „Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út. Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Brautryðjandinn, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, stofnaði Listvinahúsið 1927. Listvinahúsið var fyrsta leirmunaverkstæðið, sem starfrækt var á Íslandi og með stofnun þess var brotið blað í sögu listiðnaðar landsins. Á árunum 1946 til 1957 voru síðan stofnuð fimm leirmunaverkstæði í Reykjavík: Leirbrennsla Benedikts Guðmundssonar, Funi, Laugarnesleir, Roði og Glit. Öll áttu þau það sameiginlegt að nota íslenskan leir, fram til um 1970.“ Á sýningunni Deiglumór eru verk frá ofangreindum verkstæðum. Leitast er við að gefa innsýn í framleiðslu þeirra og draga fram sérstöðu hvers og eins. Þar voru hannaðir og framleiddir bæði einstakir módelgripir og fjöldaframleiddir skrautmunir. Meðal annars stórir vasar, einstök matarstell, styttur og minjagripir fyrir ferðamenn. Starfsfólk Funa fremri röð f.v.: Ásta Sigurðardóttir, ekki þekkt, Kristrún Gottliebsdóttir, Ásta Hannesardóttir, aftari röð: Hjálmar Kjartansson, Haukur Kristófersson, Ragnar Kjartansson, Páll Sigurbjörnsson og Björgvin Kristófersson.Ljósmyndari óþekktur „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni og leitast var við að leiða almenningi fyrir sjónir, að módelhlutir úr leir stæðu jafnfætis málverki eða skúlptúr. Hönnun og framleiðsla íslenskra leirmuna markaði upphaf íslensks listiðnaðar í nútímaskilningi þess orðs,“ segir um sýninguna. Sýningarstjórar eru Inga S. Ragnarsdóttir leirlistamaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur. Sýningin er unnin á grunni bókarinnar Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930-1970, sem kemur út á sama tíma. Höfundar bókarinnar eru Inga S. Ragnarsdóttir og Kristín G. Guðnadóttir, en bókin byggir á rannsóknum Ingu á sögu íslenskrar leirlistar. Í henni er fjallað um aðdraganda, upphaf og þróun íslenskrar leirlistar frá um 1930 í máli og myndum, auk þess sem saga leirnýtingar á Íslandi er rakin. Hönnuður bókarinnar er Arnar Freyr Guðmundson hjá Studio Studio en Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson 1923 - 1988 gefur bókina út.
Menning Tíska og hönnun Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira