Bregðist ferðasumarið þyrfti Icelandair sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 18:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir markmið félagsins að þurfa ekki að grípa til þess að nota lánalínu með ríkisábyrgð. Vísir/Sigurjón Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum snemma í sumar. Stór hluti af 51 milljarðs króna tapi félagsins á síðasta ári sé vegna afskrifa á flugvélum. Taki ferðalög ekki við sér í sumar þurfi félagið sennilega að draga á lánalínur með ríkisábyrgð í haust. „Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
„Þetta er mikið tap en stór hluti af þessu tapi eru reiknishaldslegar færslur, við erum að færa niður óefnislegar eignir út af ástandinu, afskrifa okkar vélar og tæki, flugvélar, þó við séum ekkert að fljúga. Það er ekki peningur sem fer út úr kassanum,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann segir að félaginu hafi tekist vel að takast á við árið. Hann segir þó líklegt að Icelandair hefði ekki komist í gegn um síðasta ár án aðkomu stjórnvalda. Icelandair fór í hlutafjárútboð í haust og breyttist eigendahópur Icelandair mikið í kjölfarið. Fyrir útboðið voru um 3000 aðilar sem áttu hlut í Icelandair en nú eru þeir um 14.500 og segir Bogi marga þar íslenskan almenning. „Það er alveg frábært, það sýnir mikið traust til okkar félags en við þurfum að standa undir mikilli ábyrgð og þetta er mikil ábyrgð sem okkur er sýnd og við ætlum klárlega að standa undir henni,“ segir Bogi. Hluti af aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var að bjóða upp á lánalínur með ríkisábyrgð. Bogi Nils hefur áður sagt að þau vilji forðast eftir bestu getu að draga á lánalínur með ríkisábyrgð en bregðist ferðalög í sumar gæti félagið þurft að grípa til þessa ráðs. „Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að nota ekki þessa lánalínu en ef það fer ekkert í gang í sumar og við verðum í hýði áfram í gegn um sumarið er líklegt að við þurfum að nota hana en við erum að róa að því öllum árum að þurfa ekki að draga á þessa lánalínu,“ sagði Bogi í dag.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Víglínan Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27 Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Fyrstu MAX-vélarnar komnar til landsins Fyrstu tvær Boeing 737 MAX-þotur Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli á öðrum tímanum í dag. Alls á Icelandair sex slíkar vélar. 14. febrúar 2021 14:27
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut. 10. febrúar 2021 10:18