Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 16:51 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bindur vonir við að hægt verði að hefja áætlunarflug til borga í Bandaríkjunum í sumar. Stöð2/Sigurjón Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair til sín í Víglínuna á Stöð 2 til að ræða stöðu þessa stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins. Þá mætir Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og Hótels Sögu í þáttinn en Bændasamtökin hafa ákveðið að standa ekki framar sjálf að hótelrekstri í húsinu. Forstjóri Icelandair segir að Icelandair gæti þurft að draga á lánalínu með ríkisábyrgð í haust ef sumarið bregðist.Stöð 2/Sigurjón Icelandair tapaði 51 milljarði á síðasta ári að meðtöldum afskriftum á flugvélum. Fyrirtækið hefur notið vinnumarkaðsaðgerða stjórnvalda og sótt sér á þriðja tug milljarða í nýju hlutafé. Enn er þó óljóst hvort félagið þarf að draga á fimmtán milljarða lánalínu með ríkisábyrgð á þessu ári. Farsóttin hefur reynt mjög á þanþol allra fyrirtækja í ferðaþjónustunni sem stóðu misjafnlega áður en hún hófst. Þannig höfðu staðið yfir miklar endurbætur á einu elsta og þekktasta hóteli landsins, hótel Sögu, þegar eftirspurn eftir gistingu hrundi á nokkrum dögum í upphafi síðasta árs. Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótel Sögu segir kórónuveirufaraldurinn hafi komið á Versta tíma fyrir Sögu þar sem mikil uppbygging hafði átt sér stað árin á undan.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Bændahallarinnar og hótels Sögu mætir í seinni hluta Víglínunnar í dag. Hún þekkir mjög vel til ferðaþjónustunnar í landinu en framtíð Hótels Sögu er í mikilli óvissu. Fyrirtækið hefur verið í greiðsluskjóli í nokkra mánuði og skuldar á fjórða milljarð króna. Meðal annars hefur verið rætt að Háskóli Íslands kaupi bygginguna en áhugi á byggingunni virðist mikill bæði hér á landi og meðal erlendra aðila. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Salan á Hótel Sögu Tengdar fréttir Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33 Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12 Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05 Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir. 11. febrúar 2021 09:33
Rekstur Icelandair í ár aðeins þrjátíu prósent af því sem var fyrir faraldur Icelandair gerir ráð fyrir að rekstrarumfang félagsins á þessu ári verði aðeins þrjátíu prósent af því sem var áður en heimsfaraldurinn skall á. Forstjórinn Bogi Nils Bogason segir verulega óvissu um hve marga starfsmenn verði hægt að endurráða í sumar. 9. febrúar 2021 20:12
Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum. 10. febrúar 2021 07:05
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. 7. júlí 2020 16:43