Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2021 23:29 Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Getty/Isaac Wong Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Dominic Dwyer, örverufræðingur hjá WHO, staðfesti þetta í samtali við Reuters, en teymi hans rannsakar nú upptök kórónuveirufaraldursins. Teymið hafði óskað eftir frumgögnum um fyrstu staðfestu tilfelli kórónuveirunnar sem hann segir eitthvað sem alltaf sé gert. Þá segir hann að teymið hafi aðeins fengið samantekt um fyrstu tilfellin. Kínversk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið en þau hafa áður sagt að þau hafi ekki falið neitt frá stofnuninni. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Kína til þess að afhenda gögnin sem eru talin mjög mikilvæg í rannsókninni. Í síðustu viku greindi WHO frá því að mjög ólíklegt sé að veiran hafi smitast út úr tilraunastofu í borginni Wuhan, en kenningar þess efnis fóru á flug á síðasta ári. Rekja helming tilfellanna í desember 2019 til fiskmarkaðs Upptök faraldursins má rekja til Wuhan, þar sem veiran greindist fyrst síðla árs 2019. Síðan þá hafa rúmlega 106 milljón manns greinst með veiruna um allan heim og 2,3 milljónir manna látist af völdum veirunnar. Gögnin sem WHO hefur óskað eftir varð fyrstu 174 tilfelli kórónuveirunnar sem greindust í desember 2019 í Wuhan. Aðeins helmingur þeirra 174 höfðu verið í tengslum við fiskmarkað þar sem veiran er talin hafa smitast fyrst. „Það er ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir þessum gögnum,“ segir Dwyer. „Hvers vegna við fáum þessi gögn ekki afhent, get ég ekki tjáð mig um. Hvort það sé pólitískt, tengist tímanum sem er liðinn eða hvort það sé flókið… hvort það sé af einhverri annarri ástæðu sem við fáum þessi gögn ekki afhent veit ég ekki.“ Skýrslan gæti verið birt í næstu viku Annar meðlimur teymisins, Thea Kolsen Fischer, danskur ónæmisfræðingur, sagði í samtali við The New York Times að hún teldi ástæðuna hápólitíska. „Það vita allir að Kína er undir mjög miklum þrýstingi að rannsaka þetta og það vita líka allir hvað þeim yrði kennt mikið um,“ sagði hún. Dwyer sagði að tregi kínverskra yfirvalda við að afhenda gögnin yrði nefndur í skýrslu teymisins, sem er við það að verða tilbúin. Talið er líklegt að skýrslan birtist í næstu viku. Teymið varði fjórum vikum í Kína, fyrstu tveimur í sóttkví, til þess að rannsaka upptök faraldursins.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11. febrúar 2021 23:15
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21