Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 12:03 Úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Joe Raedle/Getty Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir. Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira
Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir.
Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Sjá meira