Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2021 12:23 Ný kirkja og Sæmundarstofa verður byggð á Rangárvöllum. Oddafélagið fer fyrir verkefninu en Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er formaðru Oddafélagsins. Aðsend Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira